Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni aftur til Borussia Dortmund í janúar.
Frá þessu greina ýmsir miðlar en Sancho virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Man Utd.
Hann og Erik ten Hag, stjóri liðsins, ná ekki saman og er útlit fyrir að Sancho fái lítið að spila á þessu tímabili.
Sancho vakti áður athygli með Dortmund en var fenginn á Old Trafford fyrir síðustu leiktíð.
Hann hefur ekki staðist væntingar í Manchester og er Dortmund að skoða það sterklega að fá Sancho lánaðan í janúar.
Engar líkur eru á að Dortmund borgi um 100 milljónir punda fyrir Sancho og er lán því eini valmöguleiki félagsins.