Andri Lucas Guðjohnsen komst á blað fyrir Lyngby í dag sem mætti Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.
Andri skoraði eina mark Lyngby í 1-1 jafntefli þar sem Nordsjælland jafnaði metin á 97. mínútu.
Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir einnig í byrjunarliðinu.
Annað íslenskt mark var skorað í Noregi en Ísak Snær Þorvaldsson gerði eina mark Rosenborg sem tapaði 3-1 gegn Tromso.
Á Ítalíu spilaði Albert Guðmundsson allan leikinn fyrir Genoa sem tapaði 1-0 heima gegn Torino.