Wiegman, sem stýrir enska kvennalandsliðinu, hlaut verðlaunin annað árið í röð. Í fyrra gerði hún liðið að Evrópumeisturum og hafnaði England í öðru sæti á HM í sumar.
„Farðu varlega, bikarinn er þungur,“ sagði Ceferin er hann rétti Wiegman bikarinn.
Þetta hefur vakið reiði netverja.
„Fannst ykkur líka kjánalegt þegar forseti UEFA varaði Wiegman við því hversu þungur bikarinn væri? Mér fannst þetta koma mjög illa út,“ skrifaði einn netverjinn.
„Af hverju eru karlmenn svona kjánalegir þegar kemur að kvennaíþróttum?“ skrifaði annar, en fjallað er um þetta í erlendum miðlum.
Margir tóku í sama streng en auðvitað voru ekki allir sammála.