Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér í kvöld sæti í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Fylki í toppslag Lengjudeildarinnar.
Víkingskonur hafa átt frábært tímabil og unnu bikarinn afar óvænt á dögunum með sigri á Breiðabliki í úrslitaleik.
Eftir 4-2 sigri á Fylki í kvöld er ljóst að Víkingur endar á toppi Lengjudeildarinnar.
Hörð barátta er enn um 2. sætið í deildinni og þar með að fylgja Víkingi upp í efstu deild. Fylkir, HK og Grótta eiga þar öll raunhæfa möguleika.
RÚV birti mörk leiksins í Víkinni sem og fagnaðarlætin og má sjá hér að neðan.
Víkingur tryggði sér í kvöld sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta á næsta ári fyrir framan þúsund áhorfendur á Víkingsvelli⚽️ Víkingur vann 4-2 sigur á Fylki í toppslag Lengjudeildarinnar🥇 Til hamingju @vikingurfc 🏆 pic.twitter.com/WQUi6vqKsM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 29, 2023