Jota hinn 24 ára gamli framherji Al-Ittihad í Sádí Arabíu er sagður á förum frá félaginu aðeins mánuði eftir að hafa gengið í raðir félagsins.
Jota var keyptur frá Celtic í sumar og er í hópi þeirra leikmanna sem hafa heillast af tilboðum frá Sádí Arabíu.
Fjölmiðlar í Sádí Arabíu segja frá því að Jota sé að fara frá Al-Ittihad en engar frekari útskýringar eru á því.
Hópur leikmanna hefur farið til Sádí Arabíu í sumar og hækkað laun sín hressilega, Jote hefur spilað tvo deildarleiki fyrir Al-Ittihad en þeir verða líklega ekki fleiri.
Jota er 24 ára gamall sóknarmaður frá Portúgal en ekki kemur fram hvert hann fer frá Al-Ittihad.
🚨 Jota is already set to leave Al-Ittihad, just one month after moving to Saudi Arabia! 🇵🇹 😳❌🇸🇦
No additional information has been given on the reason for his departure. 🤔
(Source: @m_bukairy ) pic.twitter.com/qHZw2PCW5P
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 20, 2023