Eric Bailly er loksins á förum frá Manchester United eftir ansi misheppnaða dvöl hjá félaginu.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano en varnarmaðurinn er á leið til Besiktas í Tyrklandi og þá endanlega.
Bailly spilaði með Marseille í láni á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 23 leiki fyrir félagið.
Bailly gekk í raðir Man Utd árið 2016 frá Villarreal og kostaði 30 milljónir punda á þeim tíma.
Hann hefur aldrei náð að festa sig almennilega í sessi á Old Trafford og á eitt ár eftir af samningi sínum.