Allan Saint-Maximin er genginn í raðir Al-Ahli í Sádí Arabíu en þetta var staðfest í dag.
Um er að ræða 26 ára gamlan vængmann sem stóð sig vel með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Það var ekki vilji Newcastle að selja en það var þörf á því til að standast fjárhagsreglur.
Frakkinn hjálpaði Newcastle að ná Meistaradeildarsæti á síðustu leiktíð og verður sárt saknað á St. James’ Park.