Arnór Ingvi Traustason komst á blað fyrir lið Norrkoping sem mætti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Arnór Ingvi var með fyrirliðaband Norrkoping og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi.
Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði einnig fyrir Norrkoping og lék allar mínúturnar líkt og landi sinn.
Við fengum annað íslenskt mark í Þýskalandi þar sem Holstein Kiel mætti Braunschweig.
Um var að ræða leik í 2. Bundesligunni en Hólmbert Aron Friðjónsson var hetja Kiel og gerði eina markið í 1-0 sigri.