Edinson Cavani hefur skrifað undir samning við Boca Juniors í Argentínu en frá þessu er greint í dag.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano staðfestir fregnirnar en Cavani kemur á frjálsri sölu.
Úrúgvæinn yfirgaf Valencia fyrr í sumar en samningi hans við félagið var rift eftir aðeins eitt tímabil.
Hann gerir samning við Boca sem er í gildi þar til í desember á næsta ári.
Cavani hefur komið víða við á ferlinum og má nefna Napoli, Paris Saint-Germain og Manchester United.