Breiðablik 1 – 1 Stjarnan
0-1 Emil Atlason (’62 )
1-1 Jason Daði Svanþórsson (’77 )
Það fór fram einn leikur í Bestu deild karla í kvöld en leikið var á Kópavogsvelli.
Breiðablik tók þar á móti Stjörnunni en leikurinn var ansi fjörugur en lauk að lokum með jafntefli.
Emil Atlason kom Stjörnunni yfir á 62. mínútu en Jason Daði Svanþórsson sá um að tryggja Blikum stig.
Bæði lið fengu nóg af færum til að bæta við mörkum en lokatölur að þessu sinni, 1-1.