Nathan Ake, leikmaður Manchester City, hefur samþykkt það að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Ake hefur undanfarin þrjú ár leikið með Man City og spilaði stórt hlutverk er liðið vann þrennuna í vetur.
Fabrizio Romano, blaðamaðurinn virti, fullyrðir það að Ake sé búinn að samþykkja framlengingu.
Ake hefur alls spilað 81 leik fyrir Man City á þremur árum en hann kom til félagsins frá Bournemouth.