Riyad Mahrez er genginn í raðir Al Ahli í Sádi-Arabíu.
Skiptin hafa legið í loftinu en hafa nú verið staðfest.
Hinn 32 ára gamli Mahrez kemur frá þreföldum meisturum Manchester City, þar sem hann hefur verið undanfarin fimm ár.
Alsíringurinn gerir fjögurra ára samning við Al Ahli og greiðir félagið City 30 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Mahrez fetar þar með í fótspor fjölda leikmanna sem hefur haldið til Sádí í sumar fyrir mikla peninga.
Official, confirmed. Riyad Mahrez joins Al Ahli on permanent transfer from Man City for £30m fee 🚨🟢🇸🇦 #AlAhli
Contract until June 2027, agreed days ago — deal finally sealed. pic.twitter.com/Lp2dQLHLpa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 28, 2023