Bayern Munchen á í viðræðum við Brentford um markvörðinn David Raya.
Hinn 27 ára gamli Raya hefur heillað í rammanum hjá Brentford undanfarin ár og oft verið orðaður við stærri lið.
Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið og ætlar sér ekki að framlengja hann. Verður hann því að öllum líkindum seldur í sumar.
Raya var orðaður við ensk lið fyrr í sumar, þar á meðal Tottenham, en ekkert virðist ætla að verða af því.
Nú segir Sky Sports frá því að Bayern sé komið í kapphlaupið um leikmanninn.
Raya á að baki tvo A-landsleiki fyrir spænska landsliðið.