Selfoss hefur samið við framherjann Haley Marie Johnson.
Um er að ræða bandarískan leikmann sem kemur frá RKC Third Coast í 2.deild í Bandaríkjunum.
Hún er 23 ára gömul og á að styrkja lið Selfoss sem hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu en liðið er á botni Bestu deildarinnar.
Tilkynning Selfoss
Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við bandaríska framherjann Haley Marie Johnson.
Johnson er 23 ára og kemur úr Milwaukee háskóla. Eftir útskrift hefur hún leikið með RKC Third Coast í 2.deild í Bandaríkjunum.
Vonar eru bundnar við að Haley muni bæta sóknarleik liðsins og valda usla í vörn andstæðingsins.
Velkomin Haley!