Roma hefur mikinn áhuga á Dominic Calvert-Lewin, framherja Everton, ef marka má ítalska miðla.
Hinn 26 ára gamli Calvert-Lewin hefur átt við mikil meiðsli að stríða undanfarin tvö tímabil en heill heilsu getur hann verið frábær framherji, eins og hann hefur sýnt.
Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur verið duglegur að taka leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni og segir ítalski miðillinn Corriere dello Sport að Calvert-Lewin sé næstur á blaði.
Roma heur líklega ekki efni á að kaupa leikmanninn í sumar og þyrfti því að fá hann á láni með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.
Roma hafnaði í sjötta sæti Serie A á síðustu leiktíð.