Kanada og Írland mættust í síðasta leik dagsins á HM.
Leikurinn byrjaði ansi vel fyrir Íra því Katie McCabe leikmaður Arsenal skoraði beint úr horni á 4. mínútu.
Kanada jafnaði hins vegar í blálok fyrri hálfleiks með sjálfsmarki Megan Connolly.
Adriana Leon skoraði svo sigurmark Kanada á 54. mínútu.
Lokatölur 2-1. Kanada er með 4 stig eftir tvo leiki en Írar eru án stiga og úr leik. Í riðlinum leika einnig Ástralía og Nígería.
Kanada 2-1 Írland
0-1 Katie McCabe 4′
1-1 Megan Connolly (Sjálfsmark) 45+5′
2-1 Adriana Leon 54′