fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Færeyskur landsliðsmaður til liðs við KA

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóan Símun Edmundsson er kominn til KA og gerir samning út tímabilið.

Færeyski landsliðsmaðurinn hafði einnig verið sterklega orðaður við Breiðablik undanfarið en hann er mættur til KA.

Edmundsson er 31 árs gamall og kemur frá Beveren, þar sem hann var samningslaus.

Sóknarmaðurinn var eitt sinn í varaliði Newcastle og á að baki feril með liðum á borð við Viking, Fredericia, Vejle, OB og Arminia Bielefeld.

KA situr í sjötta sæti Bestu deildar karla og er komið í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Yfirlýsing KA
KA barst heldur betur góður liðsstyrkur í dag þegar Jóan Símun Edmundsson skrifaði undir samning út núverandi tímabil. Jóan sem verður 32 ára gamall á morgun er gríðarlega öflugur framherji sem er lykilmaður í færeyska landsliðinu þar sem hann hefur leikið 79 landsleiki og gert í þeim 8 mörk.

Jóan hóf feril sinn með B68 Toftir í Færeyjum og hefur átt gríðarlega flottan feril þar sem hann hefur leikið með stórum liðum eins og Newcastle, Viking, Fredericia, Vejle, OB, Arminia Bielefeld og loks Beveren. Jóan var laus allra mála hjá Beveren og gat því gengið í raðir KA strax.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA lék með Jóan með liði OB í Danmörku og ber honum afar vel söguna. Það fer ekki á milli mála að hér er á ferðinni hörkuleikmaður enda sannað sig í efstu deild í Þýskalandi og Danmörku sem og með landsliði Færeyja.

KA liðið stendur í ströngu á þremur vígsstöðvum og afar sterkt að fá Jóan í okkar raðir fyrir þau átök. Strákarnir taka á móti Dundalk í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA á Framvellinum á fimmtudaginn og viku síðar mætast liðin ytra. Þá eru strákarnir komnir í bikarúrslitaleikinn auk þess sem gríðarlega hörð barátta er í Bestu deildinni.

Það verður frábært að fylgjast með þessum öfluga kappa í gula og bláa búningnum og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í KA. Minnum á að miðasala á stórleikinn gegn Dundalk á fimmtudaginn er í fullum gangi í Stubb og aldrei að vita nema Jóan leiki þar sinn fyrsta leik fyrir KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“