Eiginkona Harry Kane, Katie Goodland, virðist vera að staðfesta það að leikmaðurinn sé á leið til Þýskalands.
Bild í Þýskalandi greinir frá þessu en Goodlans sást víst í Munich og var þar að skoða eignir í borginni.
Kane hefur verið sterklega orðaður við Bayern en hann er samningsbundinn Tottenham í dag.
Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum við Tottenham og neitar að skrifa undir framlengingu við félagið.
Bild segir að Goodland hafi sést í borginni og var þar að skoða mögulegt nýtt heimili fyrir Kane-fjölskylduna.
Al-Hilal í Sádí Arabíu er einnig nefnt til sögunnar en ólíklegt er að Kane vilji færa sig þangað að svo stöddu.