Harvey Barners er orðinn leikmaður Newcastle og kemur til félagsins frá Leicester.
Þetta staðfesti Newcastle í dag en Barnes er 25 ára gamall kantmaður og þykir öflugur.
Hann hafði engan áhuga á að leika í næst efstu deild en Leicester féll úr úrvalsdeildinni í vetur.
Barnes var einn besti ef ekki besti leikmaður Leicester í fyrra og gerði 13 mörk.
Englendingurinn gerir fimm ára samning á St. James’ Park.