Vestri 1 – 0 Þór
1-0 Silas Songani(’80)
Vestri vann mikilvægan sigur í Lengjudeild karla í dag er liðið spilaði við Þór í eina leik dagsins.
Vestri gerir sér vonir um að komast í umspilssæti og þurfti á heimasigri að halda í dag.
Þórsarar hafa alls ekki verið sannfærandi á útivelli í sumar og það varð engin breyting á því.
Silas Songani skoraði eina markið á Ísafirði í dag til að tryggja Vestra sín 16 stig í sumar.