Elmar Kári Enesson Cogic, leikmaður Aftureldingar, er leikmaður umferðarinnar í Lengjudeild karla aðra umferðina í röð.
Hrafnkell Freyr Ágústsson sparkspekingur velur leikmann umferðarinnar í hverjum þætti Lengjudeildarmarkanna í boði Slippfélagsins.
„Mér finnst erfitt að gera þetta aðra umferðina í röð en hann á þetta bara skilið,“ sagði Hrafnkell um valið í þættinum.
Elmar skoraði tvö mörk í sigri toppliðs Aftureldingar á Ægi í síðustu umferð.
Þátturinn í heild er hér að neðan.