Framtíð Romelu Lukaku er í mikilli óvissu. Leikmaðurinn vill komast aftur til Inter.
Lukaku er á mála hjá Chelsea en hann gekk í raðir félagsins frá Inter á tæpar 100 milljónir punda sumarið 2021.
Belgíski framherjinn stóð engan veginn undir væntingum á Stamford Bridge og var lánaður strax aftur til Inter síðasta sumar.
Nú er Lukaku kominn aftur til Chelsea en er ólíklegt að hann eigi framtíð þar.
Inter vill kaupa leikmanninn á 35 milljónir punda eða fá hann að láni frá Chelsea á ný. Hvorugur kosturinn þykir ásættanlegt hjá Lundúnafélaginu sem vill mun meiri pening fyrir hann.
Sky Sports segir að Lukaku sjálfan langi að komast til Inter. Hann sé til í að lækka laun sín um eina milljón punda á ári til að það gangi upp, en hann þénar um 10 milljónir punda á ári.
Þá er áhugi frá Juventus og Sádi-Arabíu á Lukaku.