Granit Xhaka hefur skrifað undir samning sinn við Bayer Leverkusen en þrátt fyrir að verða 31 árs gamall í ár fékk hann fimm ára samning.
Félagaskipti Xhaka hafa legið í loftinu í allt sumar en Arsenal vildi ekki selja fyrr en Declan Rice væri mættur.
Rice fer í læknisskoðun hjá Arsenal á næstu dögum og því gaf félagið Xhaka leyfi á að fara.
Kaupverðið er 25 milljónir evra með bónusum en Xhaka gekkst undir læknisskoðun í Þýskalandi í gær og hefur nú skrifað undir.
Það er hinn virti Florian Plettenberg sem greinir frá þessu en hann hefur gríðarleg tengsl í þýska boltanum.
❗️Granit #Xhaka, now he’s a new player of @bayer04fussball! Total agreement between the clubs last night.
Medical completed now 🏁✅
Details confirmed:
➡️ Transfer fee: €25m with bonus payments included
➡️ Contract until 2028.Announcement today. #Gunners | @SkySportDE… pic.twitter.com/1sA2L9A6HJ
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 6, 2023