David de Gea virðist ekkert sérstaklega glaður með það hvernig Manchester United hefur komið fram við hann síðustu vikur, hann virðist á förum frá félaginu.
Samningur De Gea er á enda en félagið sagði í síðustu viku að viðræður um nýjan samning myndu halda áfram.
De Gea taldi allt vera klappað og klárt um daginn þegar hann ætlaði að skrifa undir tilboð félagsins en þá hætti félagið við.
De Gea sendi út Twitter færslu í dag með manni sem heldur nokkrum boltum á lofti en erfitt er að lesa í hvað markvörðurinn á við.
🤹🏼♂️
— David de Gea (@D_DeGea) July 6, 2023
Í síðustu viku sendi De Gea út Twitter færslu með geispandi karli en þá voru tveir dagar eftir af samningi hans við United. Vitað er að De Gea er með tilboð frá Sádí Arabíu en United er að reyna að kaupa Andre Onana í markið.
🥱
— David de Gea (@D_DeGea) June 28, 2023