fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Hefur átt gott spjall við Gylfa Þór eftir að málinu lauk og segir „Mér finnst það líklegra en ekki“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. maí 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands telur meiri líkur en minni á því að Gylfi Þór Sigurðsson spili fótbolta aftur eftir tveggja ára fjarveru frá leiknum. Þetta kom fram í viðtali við Aron Einar í hlaðvarpsþættinum, Þungavigtin.

Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta frá því að lögreglan í Manchester hóf rannsókn á máli gegn honum í júlí sumarið 2021. Málið var fellt niður á dögunum og Gylfi laus allra mála.

Gylfi hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur en Aron Einar hefur rætt við Gylfa og vonar að hann taki skóna fram og sanni ágæti sitt á nýjan leik.

Aron Einar og Gylfi hafa lengi verið liðsfélagar í landsliðinu og Aron hefur rætt við hann eftir að málinu í Bretlandi lauk. „Við höfum átt gott spjall, ég ætla að leyfa honum að opna umræðuna. Opna á það sem hann vill gera, án þess að setja pressu á hann þá vil ég sjá hann úti á velli aftur,“ segir Aron Einar.

Aron Einar vonar að Gylfi taki fram skóna og telur að það væri ansi mikilvægt fyrir landsliðið í knattspyrnu sem reynir nú að komast inn á Evrópumótið í Þýskalandi á næsta ári.

„Ég vona að hvað sem hann gerir eða tekur sér fyrir, þá styður mann hann í það. Ef hann kemur inn á völlinn þá væri það gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem landslið, ef hann vill,“ segir Aron.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar spurði Aron þá að því hvort líkurnar væru meiri en minni.

„Ef hann hefur áhuga og gaman af því, mér finnst það líklegra en ekki. Það verður að koma í ljós, mér finnst það líklegra,“ segir Aron.

Gylfi Þór Sigurðsson lék síðast með Everton en samningur hans þar rann út á síðasta ári, hefur hann verið orðaður við lið í Bandaríkjunum, Sádí Arabíu og Katar undanfarnar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni