Jurrien Timber hefur staðfest það að hann sé að öllum líkindum á förum frá Ajax í sumarglugganum.
Mörg félög eru á eftir Timber og þá aðallega Manchester United sem er undir stjórn Erik ten Hag sem vann áður hjá hollenska félaginu.
Timber er landsliðsmaður Hollands en hann er 21 árs gamall og er einnig orðaður við Liverpool.
Timber samþykkti að framlengja samning sinn síðasta sumar og spila eritt tímabil til viðbótar en segir á sama tíma að hann sé nálægt því að kveðja félagið.
,,Félagaskiptin nálgast og nálgast ef ég get orðað það þannig. Áhuginn hefur verið mikill og við erum með samkomulag við Ajax,“ sagði Timber.
,,Á síðasta ári bað félagið mig um að vera áfram í eitt tímabil og að framlengja samninginn. Sem uppalinn leikmaður þá gerði ég það en svo eftir tímabilið gætum við skoðað stöðuna.“