Það hefur margt átt sér stað á bak við tjöldin í þýska fótboltanum á 21. öldinni. Twitter-reikningurinn The Upshot rifjar upp nokkrar ótrúlegar sögur frá síðustu 20 árum eða svo.
Cristoph Daum
Árið 2000 var Cristoph Daum við það að landa starfi sem landsliðsþjálfari Þýskalands þegar sögur af honum sem þátttakanda í hópkynlífi bárust.
Átti hann einnig að hafa notað mikið af kókaíni. Daum bauðst til að taka próf en það kom í bakið á honum því þau voru jákvæð.
Schalke
Vorið 2001 héldu leikmenn, þjálfarar og stuðnignsmenn félagsins að liðið væri orðið þýskur meistari eftir sigur í lokaumferðinni.
Það sem fólk á vellinum vissi hins vegar ekki var að leikur Bayern Munchen var ekki búinn. Bayern skoraði á lokaandartökum leiksins og tryggði sér Þýskalandsmeistaratitilinn.
2001: After an agonisingly tight season, Schalke think they've won the Bundesliga.
Delirious fans invade the pitch, before the last seconds of Bayern Munich's game are put on the big screen.
62,000 disbelieving fans watch Bayern score with the last kick, to snatch the title. pic.twitter.com/wLn3rdKvwh
— The Upshot (@UpshotTowers) February 21, 2023
Oliver Kahn
Markvörðurinn Kahn var ansi skautlegur karakter og alls ekki allra. Árið 2003 fór hann frá óléttri eiginkonu sinni til að vera með 21 árs gamalli stelpu. Sjálfur var hann 34 ára.
Uli Hoeness, forseti Bayern Munchen, frétti af þessu og sagði: „Mig langar til þess að æla.“
Veðmálahneyksli
Árið 2005 fór allt í háaloft í þýskum fótbolta þegar veðmálabrask kemur upp. Spilltir dómarar og leikmenn tóku þátt.
Í einum leiknum skoraði leikmaður Hertha Berlin svo furðulegt sjálfsmark að hann var handtekinn, grunaður um að vera þátttakandi í spillingunni. Það kom í ljós að hann var saklaus og því sýknaður.
Jens Lehmann
Lehmann var ansi sérstök týpa. Í fyrra hafði hann átt í nágrannaerjum þar sem tré nágrannans skyggði á útsýni hans.
Lehmann fór einfaldlega út með keðjusög og reddaði málunum sjálfur.
Kappinn var að vísu gripinn á öryggismyndavélum.
Á þræðinum hér að neðan má nálgast fleiri ótrúlegar sögur úr þýska fótboltanum.
Lurking beneath its slick, modernising image, German football is hiding some dark secrets.
In fact, its 21st century has been truly scandalous.
From goalkeepers on chainsaw rampages to midfielders flogging horse spunk, welcome to an utterly mental 20 years of German football… pic.twitter.com/MnSejB26zW
— The Upshot (@UpshotTowers) February 21, 2023