Jadon Sancho kantmaður Manchester Untied hefur óskað eftir því við Erik Ten Hag stjóra liðsins að hann fái séræfingar með Benni McCarthy þjálfara hjá félaginu.
Benni McCarthy var ráðinn til starfa síðasta sumar og hefur fengið mikið lof fyrir starf.
Þessi fyrrum framherji hefur unnið náið með Marcus Rashford á þessu tímabili og er sagan sú að það sé einn af stærstu ástæðum þess að Rashford hefur blómstrað.
Sancho sem er að koma til baka eftir vandræði innan vallar hefur farið fram á það að fá séræfingar með Benni McCarthy. Hann hefur séð Rashford, vin sinn, blómstra eftir æfingar með honum.
Benni McCarthy átti farsælan feril á Englandi og lék meðal annars með Blackburn og West Ham en hann er 45 ára gamall.