Ísak Snær Þorvaldsson leikmaður Rosenborg glímir við meiðsli nú þegar norska stórliðið er að klára undirbúning sinn fyrir komandi tímabil.
Ísak var keyptur frá Breiðablik í vetur og samdi við norska félagið. Hann meiddist á dögunum og getur ekki æft.
Fyrr í dag var skrifað um það á vef Fótbolta.net að Ísak væri ekki með Rosenborg í æfingaferð á Marbella vegna meiðslanna.
„Helvíti gott veður í Noreg. Not in Spain,“ segir Ísak í færslu á Twitter þar sem hann svarar frétt Fótbolta.net.
Hann birtir myndband af sér við höfnina í Marbella þar sem hann virðist vera ánægður með lífið.
Helvíti gott veður í noregi📍not in Spain https://t.co/LNmoZdEPs5 pic.twitter.com/qynC9BGJPL
— Ísak Snær Þorvaldsson (@isaks10) February 20, 2023