Fólk fékk að sjá nýja hlið á Graham Potter, stjóra Chelsea, á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Hann var þá spurður út í ummæli Martin Keown um helgina. Hann sagði að Potter væri hugsanlega of góður (e. nice) til að vera stjóri Chelsea og spurði sig hvort hann yrði aldrei reiður eftir að hann vildi ekki kvarta undan dómgæslunni eftir leik Chelsea gegn West Ham um helgina. Þar átti Chelsea líklega að fá vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fór í höndina á Tomas Soucek.
„Auðvitað verð ég reiður. Ég er manneskja eins og þú. Ég haga mér bara eins og ég tel að sæmi mér og liðinu mínu,“ sagði Potter við blaðamanninn.
„Ef þú telur að þú getir komið þér úr níundu efstu deild og í að þjálfa Chelsea í Meistaradeildinni með því að vera góður eða verða aldrei reiður þá held ég að þú vitir ekki neitt um neitt.“
Seems like Potter's got that dawg in him afterall pic.twitter.com/fvrX99wKI0
— Chelsea Videos That Go Hard (@HardChelseaVids) February 14, 2023