Neymar, stórstjarna Paris Saint-Germain, er að gera nágranna sína brjálaða með endalausu partístandi.
Frá þessu greinir Le Parisien í Frakklandi en Neymar er duglegur að halda partí og leyfir eins mikil læti og hægt er.
Borgarstjórinn Luc Wattelle hefur jafnvel tjáð sig um Neymar en hann á hús staðsett í Bougival í París.
Neymar er þekktur fyrir að skemmta sér reglulega og hefur átt til að missa af leikjum vegna afmælis og þess háttar.
Borgarstjórinn bendir á að það sé tilgangslaust að sekta leikmanninn sem þénar 36 milljónir evra fyrir hvert tímabil í París.
,,Við gætum sektað hann en hvaað getum við gert við einhvern sem er alveg sama um að borga 135 evrur vegna hans launa?“ sagði Wattelle á meðal annars.
Wattelle segir einnig að Neymar sýni fáum virðingu og að nágrannar hafi reglulega kvartað yfir hávaða um miðja nótt.