Luqman Hakim er genginn í raðir Njarðvíkur á láni frá belgíska úrvalsdeildarfélaginu K.V. Kortrijk. Hann verður á mála hjá nýliðum Njarðvíkur í Lengjudeildinni út komandi leiktíð.
Luqman er frá Malasíu, og er sóknarsinnaður leikmaður sem á alls tvo A landsleiki fyrir Malasíu, sem og ótal marga yngri landsleiki.
Hann er tvítugur og árið 2019 var hann á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims.
Luqman var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í tveimur leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni, þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð.
Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir u21 árs og varalið félagsins.
Luqman Hakim til liðs við Knattspyrnudeild Njarðvíkur að láni frá K.V. Kortrijk í Belgíu.
Lesa má nánar um málið hér: https://t.co/EXE1htGvpQ pic.twitter.com/pfikHfxaWT
— NjarðvíkFC (@fcnjardvik) February 6, 2023