Gabriel Paulista í liði Valencia uppskar rautt spjald fyrir ansi ljótt brot á Vinicius Junior í leik við Real Madrid í gær.
Real vann leikinn 2-0 með mörkum frá Marco Asensio og Vinicius snemma í seinni hálfleik.
Það var svo á 72. mínútu sem Gabriel átti ansi ljóta tæklingur á Vinicius.
Töluvert uppþot varð í kjölfarið. Svo reif dómarinn upp rauða spjaldið.
Þess má geta að Gabriel er fyrrum leikmaður Arsenal.
Atvikið má sjá hér að neðan.
The whole play on the Gabriel Paulista kick to Vinicius today.
OUTRAGEOUS! pic.twitter.com/mDDwxtsRg2
— Ricardo Kaká (@TheGOATKaka) February 2, 2023