Ítalski miðjumaðurinn Jorginho er hársbreidd frá því að ganga í raðir Arsenal frá Chelsea fyrir um 12 milljónir punda. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal er sagður vera drifkrafturinn á bakvið félagsskiptin en lengi vel var Arsenal á höttunum eftir Moises Caicedo, miðjumanni Brighton.
Forráðamenn Brighton voru hins tregir til þess að selja Caceido og var öllum tilboðum Arsenal í leikmanninn hafnað.
Það var þá sem kastljós Norður-Lundúna félagsins beindist að Jorginho en samningur hans við Chelsea rennur út í sumar.
Hann hefur nú samið um kaup og kjör við Arsenal og á í raun bara eftir að standast læknisskoðun.
Í ljósi sögusagna undanfarinna vikna hefur tölfræðiþjónustan Opta tekið saman helstu tölfræðiþætti í leik Jorginho og Moises Caicedo á yfirstandandi tímabili og borið þá saman.
Þar kemur í ljós að ekki ber mikið á milli og hefur Jorginho betur samanborið við Caicedo í fjórum tölfræðiþáttum af fimm sem Opta ber saman.
⚓️ – A comparison of Jorginho and Moisés Caicedo’s headline midfield stats in the Premier League this season, all per 90 minutes. Parallels. pic.twitter.com/WWXYRD9gxW
— OptaJoe (@OptaJoe) January 31, 2023