Lið Chelsea er byrjað að flýta sér í viðræðum við miðjumanninn Mason Mount um nýjan samning.
The Guardian greinir frá en Chelsea hefur nú áhyggjur af því að Liverpool nái að klófesta leikmanninn.
Mount á 18 mánuði eftir af samningi sínum hjá Chelsea en hingað til hefur ekki gengið að framlengja.
Samkvæmt Guardian er Chelsea nú byrjað að seta meiri keyrslu í að framlengja við Mount sem fær 75 þúsund pund á viku.
Mount vill fá töluverða launahækkun ef hann skrifar undir en hann hefur í dágóðan tíma verið mikilvægur fyrir þá bláklæddu.