Jesse Lingard hjólar í málin á bak við tjöldin hjá Manchester United í nýju viðtali.
Lingard er uppalinn hjá félaginu en fór til Nottingham Forest á frjálsri sölu í sumar.
„Það var engin stjórn. Þegar Ferguson var þarna var allt í góðu skipulagi. Allt fór í gegnum hann. Samningar, auglýsingasamningar, allt,“ segir Lingard.
Hann segir United þurfa að taka skref upp á við á öllum sviðum.
„Félagið er svo eftir á í öllu. Maður sér æfingasvæði City, Tottenham, það er langt á undan.“
Lingard segist hafa reynt að brýna fyrir mönnum á bak við tjöldin hjá United hversu mikilvægt það væri að sjá um efni á samfélagsmiðlum og slíkt.
„Árið 2017 fór ég til þeirra og stakk upp á að fara að búa til efni á Youtube. Ég vildi að þeir myndu stúga inn í nútímann því það var margt nýtt að gerast. Þú þarft alltaf að halda þér á tánum.“