Sigurður Steinar Björnsson hefur gengið til liðs við Gróttu á láni frá bikarmeisturum Víkings Reykjavík.
Steinar, eins og hann er iðulega kallaður, kom við sögu í þremur leikjum í Bestu deild karla í fyrra auk þess að skora gegn KR í 8-liða úrslitum bikarsins.
Steinar lék nýverið með U19 ára landsliði Íslands í undankeppni EM og var í byrjunarliðinu gegn feykisterku liði Frakka.