Miðjumaðurinn Denis Zakaria verður frá keppni næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla.
Það eru ömurlegar fréttir fyrir lið Chelsea sem hefur treyst á Zakaria í undanförnum leikjum undir Grahan Potter.
Zakaria kom til Chelsea á láni frá Juventus í sumar og hefur undanfarið verið að koma sterkur inn í byrjunarliðið.
Zakaria meiddist hins vegar í tapi gegn Fulham nýlega og var ekki með gegn Crystal Palace í gær.
Þetta er mikill skellur fyrir Chelsea sem er einnig án leikmanna á borð við Reece James, Ben Chilwell, Edouard Mendy og N’Golo Kante.