Noel le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í vikunni.
Le Graet var spurður út í það hvort Zinedine Zidane hafi komið til greina sem nýr landsliðsþjálfari Frakklands áður en framlengt var við Didier Deschamps.
Þá svaraði Le Graet að hann hefði ekki einu sinni svarað símanum en sér nú eftir þeim orðum..
Le Graet var ásakaður um að sýna Zidane mikla vanvirðingu og var til að mynda gagnrýndur af Kylian Mbappe.
,,Ég vil biðjast afsökunar á þessum ummælum sem gefa alls ekki rétta mynd af minni skoðun,“ sagði Le Graet.
,,Ég mætti í viðtal við RMC sem ég hefði ekki átt að gera því þeir voru að leita að fyrirsögnum með því að setja Zidane gegn Deschamps, tveimur goðsögnum fótbolta Frakklands.“
,,Ég viðurkenni að ég lét heimskuleg ummæli falla sem urðu að þessum misskilningi.