fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Gianluca Vialli er látinn 58 ára gamall

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 09:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gianluca Vialli er látin. Hann var 58 ára gamall og hafði barist við krabbamein í brisi.

Vialli átti góðu gengi að fagna með Chelsea og Juventus á leikmannaferlinum. Hann skoraði 40 mörk í 88 leikjum fyrir enska félagið og tók svo við sem þjálfari, fyrst spilandi.

Með Chelsea vann Vialli enska bikarinn og deildabikarinn sem leikmaður og þjálfari. Þá vann hann einnig Evrópukeppni bikarhafa, svo eitthvað sé nefnt.

Með Juventus varð Vialli Ítalíumeistari 1995 og Evrópumeistari ári síðar.

Vialli á þá að baki 58 leiki fyrir ítalska landsliðið. Hann var einnig í þjálfarateymi þess er það varð Evrópumeistari sumarið 2021.

Hann losnaði við krabbameinið 2020 en það tók sig upp aftur.

Vialli skilur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.

Knattspyrnuheimurinn allur syrgir hetjuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi

Hreinsuðu loftið eftir umdeilt viðtal á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Í gær

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli

Myndband: Kjóllinn hennar rifnaði í beinni útsendingu – Viðbrögð stórstjörnunnar við hlið hennar vekja athygli
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“