Southampton er nálægt því að fá Mislav Orsic frá Dinamo Zagreb.
The Athletic greinir frá þessu.
Enska félagið mun borga sex milljónir punda fyrir Orsic til að byrja með.
Orsic er þrítugur og getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Kappinn hefur verið á mála hjá Dinamo í heimalandinu síðan 2018 en þar áður var hann í Suður-Kóreu og Kína.
Sumarið 2021 kom hann hingað til lands og skoraði fyrir Dinamo gegn Val í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.
Southampton er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig og þarf að styrkja sig.
Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace í enska bikarnum um helgina.