Það styttist í að Paul Pogba, leikmaður Juventus, geti snúið aftur á völlinn en hann hefur verið meiddur í dágóðan tíma.
Pogba gekk aftur í raðir Juventus í sumar á frjálsri sölu eftir dvöl hjá Manchester United á Englandi.
Pogba var áður frábær fyrir Juventus en gekk í raðir Man Utd árið 2016 og þar gengu hlutirnir ekki alveg upp.
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, hefur staðfest það að það séu 15 til 20 dagar í að Pogba snúi aftur á völlinn.
Það fer þó eftir ýmsu en Frakkinn er nú loksins að æfa með aðalliði Juventus án þess að finna fyrir sársauka.