Jón Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram, vakti athygli á dögunum fyrir nær fullkomna spá sína í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í Katar.
Jón var einn af álitsgjöfum Sögur útgáfa ehf. sem gefur út bók Illuga Jökulssonar sem fjallar um hetjur HM í knattspyrnu og kom út núna í haust.
Þar spáði Jón því til að mynda að Lionel Messi yrði leikmaður mótsins, Kylian Mbappe markakóngur, að Jude Bellingham kæmi mest á óvart og að Argentína myndi vinna Frakkland í úrslitaleik.
Allt hér að ofan rættist.
Jón var spurður út í þetta í sjónvarpsþætti 433.is á dögunum.
„Ætli þetta hafi ekki verið meiri óskyggja en eitthvað annað. Ég er mikill Messi-maður og alltaf haldið með Argentínu og heillast að þeim,“ sagði Jón í þættinum.
„Bellingham var líklegur í aðdragandanum svo þetta voru svo sem ekki mjög flókin vísindi.“