Vestri hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í keppni hér heima en Fatai Gbadamosi er genginn í raðir félagsins.
Fatai er 24 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður en hann kemur til Vestra eftir dvöl hjá Kórdrengum.
Fatai gekk í raðir Kórdrengja árið 2021 og spilaði 24 leiki fyrir liðið í deild og bikar síðata sumar.
Hann skrifar undir þriggja ára samning við Vestra og vinnur þar með Davíð Smára Lamude.
Það var Davíð Smári sem fékk Fatai til liðs við Kórdrengi á sínum tíma en hann tók við Vestra eftir síðasta tímabil.