fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári grínaðist með stöðuna – „Láttu mig þekkja það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 09:07

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Aston Villa voru til umræðu í Vellinum, þætti Símans Sport um ensku úrvalsdeildina, í gær.

Villa tapaði gegn Crystal Palace um helgina og er með þrjú stig eftir þrjá leiki í deildinni.

Steven Gerrard er stjóri liðsins og hefur hann fengið töluverða gagnrýni.

„Þetta eru þrír leikir. Hann fær klárlega meiri tíma, þeir eru ekki að fara að reka hann. En hann, eins og allir aðrir, þarf að fá stig,“ sagði Gylfi Einarsson, fyrrum leikmaður Leeds og fleiri liða.

Knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen var einnig í þættinum. „Láttu mig þekkja það,“ sagði hann léttur og vísaði í gengi sitt með lið FH undanfarið.

Eiður er þjálfari FH í Bestu deild karla og hefur gengi liðsins í sumar verið arfaslakt. FH er í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig eftir sautján leiki.

Liðið mætir Keflavík í mikilvægum leik í kvöld. Líkt og Eiður segir þarf liðið sannarlega á stigum að halda þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp