fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Eiður Smári grínaðist með stöðuna – „Láttu mig þekkja það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 09:07

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Aston Villa voru til umræðu í Vellinum, þætti Símans Sport um ensku úrvalsdeildina, í gær.

Villa tapaði gegn Crystal Palace um helgina og er með þrjú stig eftir þrjá leiki í deildinni.

Steven Gerrard er stjóri liðsins og hefur hann fengið töluverða gagnrýni.

„Þetta eru þrír leikir. Hann fær klárlega meiri tíma, þeir eru ekki að fara að reka hann. En hann, eins og allir aðrir, þarf að fá stig,“ sagði Gylfi Einarsson, fyrrum leikmaður Leeds og fleiri liða.

Knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen var einnig í þættinum. „Láttu mig þekkja það,“ sagði hann léttur og vísaði í gengi sitt með lið FH undanfarið.

Eiður er þjálfari FH í Bestu deild karla og hefur gengi liðsins í sumar verið arfaslakt. FH er í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig eftir sautján leiki.

Liðið mætir Keflavík í mikilvægum leik í kvöld. Líkt og Eiður segir þarf liðið sannarlega á stigum að halda þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 2 dögum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina