fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Chelsea ætlar ekki að láta gott heita eftir að þeir stela skotmarki City – Skoða annan bakvörð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er nálægt því að ganga frá kaupum á Marc Cucurella frá Brighton. Félagið ætlar hins vegar ekki að hætta þar.

Þessi vinstri bakvörður hefur verið orðaður við Manchester City í allt sumar og var talið líklegast að hann færi þangað.

Nú hefur Cucurella hins vegar samið við Chelsea um persónuleg kjör. Aðeins er beðið eftir því að Lundúnafélagið nái saman við Brighton um kaupverð á leikmanninum.

Cucurella kom til Brighton frá Getafe síðasta sumar og fór á kostum á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea vill einnig fá til sín hægri bakvörð í sumar. Félagið hefur áhuga á Kyle Walker-Peters hjá Southampton.

Walker-Peters hefur verið á mála hjá Southampton síðan 2020, hann kom frá Tottenham. Hann lék 32 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.

Þá fylgist Chelsea einnig með gangi mála hjá Denzel Dumfries, hollenskum hægri bakverði Inter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Í gær

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna