fbpx
Laugardagur 01.október 2022
433Sport

Landsliðið tekur þátt í Baltic Cup í nóvember

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 11:30

Arnar Þór sá íslenska liðið vinna í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla mun taka þátt í Baltic Cup 2022, en ásamt Íslandi taka Litháen, Eistland og Lettland þátt í mótinu.

Í undanúrslitum mætast Ísland og Litháen annars vegar og Lettland og Eistland hins vegar. Leikur Íslands og Litháen fer fram í Vilnius eða Kaunas, Litháen, á meðan leikur Lettlands og Eistlands fer fram í Riga, Lettlandi.

Undanúrslitin fara fram 16. nóvember á meðan úrslitaleikurinn og leikur um þriðja sætið fara fram 19. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem A landslið karla tekur þátt í mótinu sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta þjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.

Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland eru núverandi meistarar, en mótið var haldið síðast árið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn

Sjáðu þegar Íslandsmeistaraskjöldurinn fór á loft í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin

Hálfleikur í úrslitaleiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun

Martinez ætti að halda sig frá Haaland á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Lennon og Kristinn Freyr á bekknum – Enginn Nikolaj Hansen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina

Pabbi Haaland tjáir sig – Man Utd kom aldrei til greina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“

Fyrrum Grindvíkingur móðgaði goðsögnina Ferguson – ,,Hann vildi ekki horfa á mig“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“

Ásökuð um að vera alveg sama um skilnaðinn – ,,Er lausnin að birta klámfengnar myndir? Þú átt börn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“

Tómas skaut á FH fyrir framan Davíð – „Það er enginn að vakna núna“