fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári sáttur en ekki við allt – „Ég hata allt bullshittið í kringum þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 20:30

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen nýtur þjálfarastarfsins í botn. Hann tók við sem þjálfari karlaliðs FH á dögunum. Honum leiðist þó umræðan utan vallar oft á tíðum.

Það hefur lítið gengið upp hjá FH á þessari leiktíð. Eiður tók við liðinu af Ólafi Jóhannessyni, sem var látinn fara í síðasta mánuði. FH er nú í níunda sæti Bestu deildarinnar með elleftu stig, stigi á undan fallsæti.

„Mér finnst það æðislegt. Ég elska að vera úti á vellli,“ sagði Eiður í Blökastinu, spurður út í þjálfarastarfið.

Eiður hefur þó ekki gaman að öllum hliðum fótboltans. „Ég hata allt bullshittið í kringum þetta. Allir hafa skoðanir.“

Eiður Smári átti glæstan feril sem leikmaður. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Barcelona og ensku úrvalsdeildina með Chelsea, svo eitthvað sé nefnt. Hann er ánægður með að geta haldið áfram að starfa í fótboltaheiminum.

„Maður vill alltaf vera tengdur fótbolta. Fótbolti hefur verið líf mitt og verður það alltaf. Svo þegar maður fékk smjörþefinn af því að vera úti á velli, sérstaklega að kenna ungum drengjum og gefa eitthvað af sér, eins langt og það nær, þá fannst mér þetta skemmtilegra og skemmtilegra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag