fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ronaldo biður um sölu – Enginn tími fyrir Evrópudeildina

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. júlí 2022 16:45

Ronaldo fór illa með Tottenham á síðustu leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur beðið um að fá að yfirgefa lið Manhcester United í sumar en þetta fullyrðir the Times í ansi athyglisverðri frétt í dag.

Þessi 37 ára gamli leikmaður er sagður vera heltekinn af því að spila í Meistaradeildinni, eitthvað sem gerist ekki hjá Man Utd í vetur.

Portúgalinn telur sig eiga þrjú til fjögur ár eftir í hæsta gæðaflokki og vill nýta þau ár til að bæta í verðlaunaskápinn.

Ronaldo vill að Man Utd samþykki tilboð í sig skyldi það berast í sumar en hann kom aðeins til félagsins aftur fyrir síðustu leiktíð.

Ronaldo hefur hins vegar aldrei spilað í Evrópudeildinni á sínum ferli og hefur engan áhuga á að byrja á því á þessum aldri.

Þrátt fyrir aldurinn skoraði Ronaldo heil 18 mörk í 30 deildarleikjum á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot