fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Kærir niðurfellingu á máli Arons Einars og Eggerts

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2022 14:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem kærði Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson fyrir nauðgun hefur kært niðurfellingu málsins. Fréttablaðið segir frá og vitnar í Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúa KSÍ

Konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari felldi málið niður fyrr í þessum mánuði.

Málið fer nú á borð ríkissaksóknara sem tekur málið fyrir og skoða hvaða skref í málinu skal taka.

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH

Aron Einar er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann hefur verið úti í kuldanum hjá íslenska landsliðinu eftir að málið kom upp. KSÍ hefur gefið út reglur sem útiloka þáttu Arons í komandi landsliðsverkefni.

„Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ,“
segir í nýjum reglum KSÍ.

Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður FH en honum var gert að stíga til hliðar um miðjan apríl vegna málsins. Hann snéri aftur í lið FH eftir að héraðssaksóknari felldi málið niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík